Iron Man LANG vinsælust!

Eins og margar ofurhetjumyndir eiga til með að gera, þá hefur Iron Man malað gull yfir helgina vestanhafs.

Þessi mynd svoleiðis rauk í efsta sætið á topplistann og skilaði 100.8 milljónum í hagnaði, sem að gerir þetta að NÆSTstærstu opnun fyrir bíómynd í BNA, sem er ekki framhaldsmynd þ.e.a.s. Fyrsta Spider-Man myndin trónir enn á toppnum með 114 milljónir dollara yfir heila helgi.

Iron Man er hins vegar fjórða stærsta opnun fyrir ofurhetjumynd frá upphafi (ef framhaldsmyndir teljast með), rétt á eftir Spider-Man 3 ($151 m.), Spider-Man ($114) og X-Men: The Last Stand ($102).

Í öðru sæti á topplista helgarinnar er síðan Made of Honor vægast sagt langt undir með rúmar 15 milljónir í gróða.

Svona upp á gamanið þá bendi ég einnig á það að Iron Man hefur fengið hina fínustu dóma gagnrýnenda og virðast viðbrögð áhorfenda vera frekar jákvæð að megnu til, sem að setur hann Sindra okkar Gretarsson úr Bíótalinu í algjöran minnihluta.

Sorrý, Sindri…