Innri djöflar trufluðu ákvarðanatökuna

The Boogeyman stjarnan David Dastmalchian sagði frá því nýlega að hann hafi nærri verið búinn að hafna hlutverkinu í myndinni vegna sinna eigin persónulegu innri djöfla.

The Boogeyman kemur í bíó í dag en hún er gerð eftir smásögu hrollvekjumeistarans Stephens Kings frá árinu 1973, sem margir segja að sé ein hans skelfilegasta, enda er fátt hryllilegra en að uppgötva skrímsli undir rúminu sínu, hvað þá þegar þú ert barn!

The Boogeyman (2023)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn5.9
Rotten tomatoes einkunn 61%

Lester Billings ræðir við geðlækni um morð á þremur ungum börnum hans. Fyrstu tvö börnin létust á dulafullan hátt, en dánarorsök var mismunandi þó þau hafi bæði dáið inni í herbergjum sínum. Það eina sem var líkt með morðunum er að börnin öskruðu "Vondi kall! " eða...

Dastmalchian leikur Lester Billings, mann sem glímir við andlegt áfall sem hann varð fyrir vegna dularfulls dauða barna hans.

Aðrir leikarar í myndinni eru Chris Messina sem Will, Vivien Lyra Blair sem Sawyer og Sophie Thatcher sem Sadie.

Í samtali við vefritið Entertainment Weekly sagði Dastmalchian að þegar hann var í DePaul háskólanum þá hafi leikarinn glímt við heróínfíkn sem stuðlaði að því að hann varð heimilislaus. Eftir fimm ára meðferð, þar sem hann m.a. dvaldi á geðspítala, fékk hann lítið hlutverk í mynd Christopher Nolan, The Dark Knight, sem leiddi hann áfram í hlutverk í bæði Marvel og DC ofurhetjukvikmyndum, Blade Runner 2049 og nýju Nolan myndinni Oppenheimer.

Oppenheimer (2023)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn8.3
Rotten tomatoes einkunn 93%

Sagan af bandaríska vísindamanninum J. Robert Oppenheimer og þætti hans í þróun kjarnorkusprengjunnar....

Vann sjö Óskarsverðlaun, fyrir bestu mynd, leikstjórn, hljóð, tónlist, klippingu og kvikmyndatöku og Cillian Murphy og Downey Jr. fyrir leik. Besta mynd, besta tónlist, besti aðalleikari og besti aukaleikari (Downey Jr.) á Golden Globes.

Þegar honum var boðið hlutverk Lester í The Boogeyman færðist hann undan, vegna vandræða fortíðar.

„Ég er maður sem næstum því framdi sjálfsmorð nokkrum sinnum og það er þema sem þessi saga vinnur með. Þannig að ég sagði í raun og veru, „Ég held ég geti ekki gert þetta“ í fyrstu tvö skiptin sem ég var beðinn. Síðan hugsaði ég mikið um hversu miklar mætur ég hefði á Stephen King, og hugsaði um leikstjórann [Rob Savage], og hvað sýn hans þýddi, því við höfðum hist og rætt saman. Og þá sagði ég „Ok, sjáum hvað gerist“. Og það var erfitt. Mjög erfitt.“