Eins og greint var frá hér á síðunni í gær þá er velski kvikmyndaleikarinn Jonathan Pryce staddur hér á landi til að leika m.a. í mynd Ólafs Jóhannessonar, Borgríki. Pryce segir í viðtali við Morgunblaðið í dag að ástæða þess að hann leiki í myndinni sé sú að leikarinn Ingvar E. Sigurðsson hefði haft samband við hann og spurt hvort hann væri til í að leika lítið hlutverk.
Ingvari, og öðrum félögum í leikhópnum Vesturporti, kynntist Pryce eftir að Vesturport hafði samband við hann til að spyrja hvort í lagi væri að vitna í jákvæð orð hans um uppfærslu Vestorports á Rómeó og Júlíu í London, í sýningarskrá. Síðan þá hittir hann Vesturportsfólk reglulega.
Pryce segir í Morgunblaðinu að boðið til að koma til landsins hafi verið gott. „Þetta var bara of gott tilboð um að koma til landsins og ég bara gat ekki sagt nei. Ég vinn bara einn dag við tökur. Þannig að við erum búin að vera að ferðast um landið í vikunni,“ segir Pryce m.a. í viðtali við Morgunblaðið.
Pryce í hlutverki sínu í Pirates of the Carribean.
ÞB.