Sænski leikstjórinn Ingar Bergman er látinn, 89 ára að aldri. Hann lést í svefni. Hann átti erfiða æsku og flúði gjarnan á vit eigin ævintýraheims. Það að sjá kvikmynd í fyrsta sinn hafði mikil áhrif á hann. Hann skilur eftir sig ótal meistaraverk, sem eru hvort í senn alvarleg og prýdd hárbeittum húmor.

