Það ganga þær sögusagnir um að Indiana Jones 4 verði frumsýnd þann 4. júlí 2005 í Bandaríkjunum. Það þykir orðið nokkuð öruggt að leikstjórinn/handritshöfundurinn Frank Darabont ( The Shawshank Redemption ) muni skrifa handritið að myndinni, og það verði opinberlega upplýst fljótlega. Lucasfilm og Paramount kvikmyndaverið munu framleiða myndina í sameiningu, eins og fyrri myndirnar, og munu þau hafa ákveðið þennan dag hvort sem hann nú stenst eða ekki. Það er allavega um að gera að hefja tökur á myndinni áður en Harrison Ford lendir á Hrafnistu.

