Verðlaunahátíð samtaka leikstjóra í Bandaríkjunum (DGA) fór fram í gærkvöldi. Þar var hinn mexíkóski Alejandro Gonzalez Inarritu verðlaunaður fyrir framúrskarandi leikstjórn á kvikmyndinni Birdman, sem er nú til sýninga á Íslandi.
Verðlaunin eru þekkt fyrir það að gefa góða vísbendingu um hver vinnur sömu verðlaun á óskarnum.
“Ég bjóst alls ekki við því að vera hérna í kvöld, talandi við ykkur… aldrei.“ sagði Inarritu er hann tók við verðlaununum.
Birdman fjallar um bandarískann leikara sem eitt sinn naut mikilla vinsælda í hlutverki ofurhetju og reynir að endurlífga feril sinn og sættast við fortíð sína um leið og hann vinnur sem leikstjóri að uppsetningu leikrits á Broadway.
Myndin er til sýninga í Smárabíó, Háskólabíó og Borgarbíó Akureyri.