IMDB einkunnir sjáanlegar á Kvikmyndir.is

Við höfum unnið hörðum höndum að því að tengja myndir í okkar gagnagrunni við myndir sem eru inni á IMDb.com. Nú nýverið var hægt að komast yfir á IMDb og RottenTomatoes heimasíðu myndanna sem er hægt að finna hér á kvikmyndir.is með því að klikka á táknin á undirsíðu hverrar myndar.

Nú er einnig hægt að sjá einkunnir IMDb við velflestar myndir í okkar gagnagrunni, og þar sem tölurnar eru uppfærðar daglega þá minnkar þetta mjög líklega stopp marga þegar þeir vilja kíkja yfir á IMDb til að sjá hvað þeir segja um myndina (þar á meðal mig!). Það er mjög þægilegt að hafa þetta á einum stað og í raun þarf núna aðeins rétt að kíkja á kvikmyndir.is áður en kíkt er í bíó, í staðinn fyrir að leggja af stað í einhvern rannsóknarleiðangur.

Vert er að nefna að við tókum nýja leit í gagnið fyrir stuttu, en ef þið ritið inn nafn á mynd hér í leitarglugganum og bíðið í eina nanósekúndu þá birtist myndin í sérstökum leitarglugga. Þá þarf aðeins að ýta á hana þar til þess að komast beint á undirsíðu myndarinnar hér á Kvikmyndir.is

Prufið þetta..stimplið inn Indiana Jones í leitargluggann og sjáið hvað kemur – ýtið á nýjustu myndina, Indiana Jones and the Kingdom of the Crystal Skull og sjáið hvað notendum IMDb finnst um hana.