Ice Age 3: nafn, plakat og þrívídd

Þriðja myndin í Ice Age myndaröðinni mun líta dagsins ljós 1.júlí 2009 og hefur nú verið skýrð fullu nafni og mun hún heita: Ice Age 3: Dawn of the Dinosaurs. Myndin verður í þrívídd.

Lekið hefur út plakat fyrir nýjustu myndina og er hún hér fyrir neðan.

Myndin er tekin upp á síma og edituð þannig að hún sjáist betur, en vonandi fáum við fullbúna lokaútgáfu von bráðar.

Allar upplýsingar um myndina er hægt að finna hér á kvikmyndir.is – http://www.kvikmyndir.is/mynd/?id=4122

Ekki hefur verið gefinn upp náinn söguþráður en ljóst er að ævintýri þeirra kumpána heldur áfram en nú á tímum risaeðlanna. Myndin verður í þrívídd eins og áður segir.

Er það rangt hjá mér, eða voru risaeðlurnar ekki uppi mörgum milljónum ára á undan ísöldinni ? Er þetta kannski allt bara eitt stórt gabb ?