I Am Legend: Upprunalegi endirinn!(myndband)

Stórmynd Will Smith, I am Legend kom út á DVD vestanhafs nú fyrir stuttu. Þetta væri ekki frásögum færandi nema það að á disknum er að finna ógrynni af aukefni, m.a. upprunalega endinn á myndinni.

Þeir sem hafa lesið bókina sem myndin er gerð eftir eru sagðir mjög ósáttir við núverandi endi myndarinnar því hann er nákvæmlega ekkert í takt við bókina. Upprunalegi endirinn var víst eftir bókinni og er ansi magnaður verð ég að segja, en á sama tíma allt ALLT öðruvísi heldur en endirinn sem við sáum í myndinni.

Það sem mér finnst flottast við þennan endi er að það er skot í honum sem sýnir „veruna“ anda uppí eyrað á Will Smith, en þetta er einmitt skot sem að sést í trailernum og mörgum kynningarmyndum en ég sá ekki í myndinni sjálfri. Skotið er hægt að sjá hér fyrir neðan:

Endinn er hægt að sjá á forsíðunni hjá okkur hér hjá Kvikmyndir.is, hjá videospilaranum undir „Aukaefni“, eða á heimasíðu myndarinnar á kvikmyndir.is sem má finna hér!