Hvert er uppáhalds plakatið – Bíóbær skoðar málið

Í nýjasta þætti kvikmyndaþáttarins Bíóbæjar, sem er á dagskrá vikulega á sjónvarpsstöðinni Hringbraut, fjalla þáttastjórnendur, þeir Árni Gestur og Gunnar Anton um spánýja Jólamynd, Violent Night, með tröllkarlinum (eins og þeir kalla leikarann David Harbour) úr Stranger Things.

Heitar umræður.

Einnig ræða þeir um nýja mynd í Bíó Paradís, Rimini, sem fjallar um líf söngvara sem muna má fífil sinn fegurri.

Nýjasta jólamynd Lindsey Lohan, Falling for Christmas, er einnig tekin fyrir.

Þá eru farið út í umræður um bíómyndaplaköt og spyrja þeir m.a. : Hvað er þitt uppáhaldsplakat – Jaws eða kannski afríska útgáfan af Mrs. Doubtfire?