Bandaríski Óskarsverðlaunahafinn Jeff Bridges, 67 ára, uppljóstraði um það hve oft hann hefði horft á eina af sínum þekktustu kvikmyndum, The Big Lebowski, eftir Joel og Ethan Coen, í spjallþætti Jonathan Ross á dögunum, sem sýndur er á bresku ITV sjónvarpsstöðinni.
Hann sagðist hafa horft á myndina um það bil tuttugu sinnum.
Bridges lék hlutverk The Dude í þessari sígildu mynd frá árinu 1998, sem fjallar um mannrán og afhendingu lausnargjalds, sem fer allt í handaskolum.
„Ég er kannski að horfa á sjónvarpið heima, ég er svona smelli-gaur ( það er kveikt á sjónvarpinu og ) og ég kannski horfi þar til (John) Turturro fer að sleikja (keilu) kúluna, og þá get ég ekki hætt að horfa. Coen bræðurnir eru meistarar,“ sagði hann í þættinum.
Spurður að því hve oft hann hefði séð myndina sagði Bridges: „Vá maður, 20 … Ég veit ekki. Mjög oft. Ég elska þessa mynd. Ég er svo ánægður að hafa verið með í henni. Dúddinn lifir ( The Dude Abides ). “
Aðrir leikarar í myndinni voru Julianne Moore, sem Maude Lebowski, og John Goodman, Steve Buscemi og Philip Seymour Hoffman.
This Saturday, we have the amazing @PaulHollywood @noelfielding11 @TheJeffBridges @_juliannemoore @TaronEgerton & @CraigDavid. 9:15PM, @ITV pic.twitter.com/OLfzzG7jNw
— Jonathan Ross Show (@JRossShow) September 14, 2017