Það er rétt gott fólk! Topplistarnir yfir bestu og verstu myndir allra tíma eru komnir inná Kvikmyndir.is. Þeir eru aðgengilegir hér vinstra megin undir Topplistar (að sjálfsögðu!). Það er gaman að dunda sér við að skoða þetta, enda þreytist aldrei umræðan um hvaða mynd er best/verst og allt þar á milli.
Við viljum einnig minna á að við erum með topplista yfir „Vinsælast í Bíó“, „Vinsælast á DVD“ og „Vinsælast í USA“ sem eru einnig aðgengilegir vinstra megin. Gaman er að skoða það ef ákveða hvaða mynd á að sjá!
Ég vill ekkert spoila topplistann/botnlistann fyrir ykkur þannig að ég hvet ykkur bara til að skoða hann hér til vinstri, eða með því að ýta hér!

