Hvað býr á bakvið titil Transformers 2 ?

Síðustu vikur höfum við verið að gefa ykkur fréttir af gangi mála þegar kemur að tökum Transformers 2. Við meira að segja gátum sagt ykkur að nýr transformer myndi líta dagsins ljós í myndinni, en nú er ljóst að þessi ákveðni transformer gæti spilað aðalhlutverk í myndinni.

Titill myndarinnar hefur verið opinberaður og hann er The Transformers 2: Revenge of the fallen. En hver er þessi fallni og af hverju vill hann hefna sín ? Ef þú vilt ekki vita það og vera frekar algerlega grunlaus þegar þú sérð myndina skaltu hætta að lesa þessa frétt.

Það er til transformer sem heitir einfaldlega The Fallen. Hann var einn af 13 upprunalegu transformerunum sem Primus bjó til, og hans eina hlutverk var að berjast gegn erkióvin sínum Unicron. En The Fallen varð uppnuminn af hinum illu öflum sem náðu gjörsamlega að helgleypa hann, en það leiddi til þess að hann sveik transformerana sem voru vinir hans. Eftir að hann sveik þá 13 upprunalegu þá börðust Primus og Unicron, og sú barátta leiddi til þess að The Fallen festist inní annarri vídd ásamt Unicorn.

Þetta er upprunalega sagan, en það er í raun ekkert sem gefur í skyn að myndin verði svona. Michael Bay sagði það meira að segja á síðasta ári að planið væri að hella út fullt af gerviupplýsingum til að villa um fyrir aðdáendum.

4.6.2008    Myndband af tökum Transformers 2!!


27.5.2008    Myndir af tökusetti Transformers 2!