Hvað heillar okkur við raunveruleikaþætti?

Hvenær var gullaldartíð raunveruleikasjónvarps? Hvers vegna skammast fólk sín oft fyrir að fíla slíka þætti, eða afskrifar þá sem „guilty pleasure“?

Hvað er það sem vantar í flóru íslensks raunveruleikasjónvarps? 

Þetta og fleira er til umræðu í Poppkúltúr vikunnar.

Í hverjum þætti eru stóru málin rædd úr heimi poppmenningar, þátta, kvikmynda og skemmtibransans eins og hann leggur sig. Það eru Sigurjón Ingi Hilmarsson og Tómas Valgeirsson, umsjónarmenn Fésbókarhópsins Bíófíklar, sem stýra þættinum og taka á móti góðum gestum af og til.

Hlaðvarpsþátturinn
hóf göngu sína í síðasta mánuði og er gefinn út vikulega, bæði á vefnum og helstu hlaðvarpsveitum.

Stikk: