Spennutryllirinn The Housemaid, eða Húshjálpin, í lauslegri íslenskri snörun, með Sydney Sweeney og Amöndu Seyfried í aðalhlutverkum, situr áfram á toppi íslenska bíóaðsóknarlistans eftir þrjár vikur í sýningum. Tekjur myndarinnar um síðustu helgi námu nærri fimm milljónum króna og heildartalan er komin í 36 milljónir.

Í öðru sæti er ævintýramyndin Avatar: Fire and Ash og í því þriðja teiknimyndin Zootropolis 2.
Hrollvekjan 28 Years Later: Bone Temple fór rakleiðis í fimmta sætið, ný á lista. Rental Family, sem einnig er ný í bíó, fór beint í áttunda sætið.
Sjáðu topplistann í heild sinni hér fyrir neðan:







