Hryllingssleikstjóri fær verðlaun í dag – Páll Óskar mærir

Í dag verður ítalska hryllingsleikstjóranum Dario Argento veitt heiðursverðlaun RIFF fyrir æviframlag sitt til kvikmyndalistarinnar. Athöfnin fer fram í Ráðhúsinu og hefst kl. 16:30. Borgarstjórinn í Reykjavík, Jón Gnarr, veitir Dario verðlaunin, en á undan mun Páll Óskar Hjálmtýsson, einn af mörgum aðdáendum Darios á Íslandi, mæra leikstjórann.

Í fréttatilkynningu frá Riff segir eftirfarandi um Argento: „Ítalski hryllingsmyndaleikstjórinn, kvikmyndaframleiðandinn og handritshöfundurinn Dario Argento er heiðursgestur RIFF árið 2012. Hann hlýtur verðlaun fyrir æviframlag sitt til kvikmyndalistarinnar og úrval mynda hans verður á dagskrá hátíðarinnar.
Dario Argento er einhver þekktasti kvikmyndagerðarmaður Ítala. Hann hóf feril sinn seint á sjöunda áratugnum sem handritasmiður. Hann er til að mynda einn af höfundum spaghettí-vestrans sígilda Once Upon a Time in the West (1968), sem Sergio Leone leikstýrði og Ennio Morricone samdi ódauðlega tónlist við.
Árið 1970 leikstýrði hann sinni fyrstu mynd, The Bird with the Crystal Plumage, sem svar sig mjög í ætt við aðra ítalska trylli sem voru vinsælir á þessum tíma og gengu gjarnan undir nafninu ‘giallo’ eða ‘gular myndir.’ The Bird… sló svakalega í gegn á Ítalíu og Argento gerði tvær myndir í svipuðum stíl til viðbótar.
Árið 1975 gerði Argento kvikmyndina Profondo Rosso eða Deep Red og varð þá ljóst að hér væri um gr(1985) og i að nota steadycam tæknina  lra t. Með starinnar og íðarlegan hæfileikamann að ræða. Profondo Rosso er af mörgum kvikmyndaáhugamönnum talin besta ‘giallo’ mynd allra tíma. Myndin er svakalega stílíseruð og blóðug, og yfirnáttúruleg umfjöllunarefni sem áttu eftir að einkenna feril Argentos eru komin til sögunnar. Með Suspiria (1977) stimplaði Argento sig endanlega inn í kvikmyndasöguna, en myndin þykir einhver magnaðasta hrollvekja allra tíma. Lýsing og hljóð vinna saman við að búa til súrrealíska stemmningu og Suspiria ratar aftur og aftur í miðnæturbíó víða um heim og nýtur mikils fylgis meðal költ-áhugamanna, kvikmyndafræðinga, gagnrýnenda og almennings.
Tónlistin í Suspiria lifir sínu eigin lífi, en Argento er höfundur hennar ásamt félögum sínum í hljómsveitinni Goblin. Goblin náði nokkrum vinsældum aftur nýverið þegar hljómsveitin Justice notaði brot úr tónlist þeirra í lagi sínu „Phantom.“
Argento hafði vakið mikla athygli í Bandaríkjunum fyrir myndir sínar og svo fór til dæmis að hann framleiddi Dawn of the Dead e. George A. Romero árið 1978 og samdi einnig tónlistina. John Carpenter lét jafnframt hafa eftir sér að áhrif Argento á Halloween og þar með „slasher“-hefðina alla væru ómælanleg.
Argento hefur haldið kvikmyndagerð áfram og verið duglegur við að taka nýja tækni upp á sína arma. Þannig var hann einn sá fyrsti til að nota steadycam tæknina í mynd sinni Phenomena (1985) og í nýjustu mynd hans, Dracula 3D (2012) er þrívíddartæknin í fyrirrúmi.
Úrval mynda Argentos hefur verið á dagkskrá kvikmyndahátíðarinnar auk þess sem hann ávarpaði gesti hátíðarinnar á sérstökum masterklassa.“

Smellið hér til að skoða alla RIFF umfjöllun kvikmyndir.is.

Hér að neðan er trailer úr mynd Dario Argento, Dracula: