Hryllingsmynd í 3-D á næsta ári

Það hlaut að koma að því! Hryllingsmyndin My Bloody Valentine 3-D mun koma út í janúar á næsta ári, en hún fjallar um morðingja sem myrðir nánast allt sem hann sér á valentínusardaginn. Myndin er framleidd af Lionsgate og leikstýrt af Patrick Lussier.

Myndin er endurgerð frá samnefndri „slasher“ mynd sem kom út árið 1981, og þó svo að hún hafi fengið dræmar viðtökur, hafa fjölmargir slasher aðdáendur sett hana á topplistann sinn og eru brjálaðir yfir þessari endurgerð, hvað þá að hún sé í þrívídd!

Hin mjög svo fagra Jamie King (Sin City) mun leika aðalhlutverk í myndinni, og fyrir þá sem eru orðnir þreyttir á þessu 3-D og ekki hryllingsmyndaaðdáendur þá hlýtur Jamie King að vera nóg ástæða fyrir ykkur að sjá þessa mynd.