Þegar það fréttist að ofurteymið Charlie Kaufman/Spike Jonze séu að vinna í að gera nýja mynd, þá eru það alltaf góðar fréttir fyrir sanna kvikmyndaunnendur. Þeir ætla nú að gera saman hryllingsmynd, sem verður væntanlega bæði snilld og afar furðuleg, ef eitthvað er að marka undanfarin verkefni þeirra. Ekkert er vitað um söguþráð myndarinnar, en Kaufman mun skrifa handritið, Jonze leikstýra, og þeir saman munu framleiða myndina fyrir Columbia Pictures kvikmyndaverið.

