Hrein illska Halloween – Nýtt Hlaðvarp

Slægjudrottningin Jamie Lee Curtis er mætt á ný í Halloween seríuna, tilbúin að mæta grímuklæddum kvalara sínum Michael Myers augliti til auglitis. Hrollvekjan er beint framhald fyrstu myndarinnar frá 1978 eftir John Carpenter, en hann vildi með myndinni sýna fólki hvernig hrein illska liti út.

Oddur Björn Tryggvason, sem veit manna mest um Halloween seríuna, og slægjuflokkinn sem myndirnar tilheyra, og Þóroddur Bjarnason settust niður á barnum í Smárabíói og krufu myndina, en ræddu einnig margbrotna sögu myndaflokksins sem telur nú 11 myndir í heild sinni.

 

Smelltu hér til að hlusta á þáttinn, en hann má einnig nálgast í öllum helstu hlaðvarpsöppum og á i-Tunes.

Ekki gleyma að læka, deila og skrifa umsagnir og allt hitt sem skiptir svo miklu máli við að breiða út fagnaðarerindið!