Horton Hears a Who hélt sér í fyrsta sæti í Bandaríkjunum aðra helgina í röð í kvikmyndahúsum og sigraði þar með nýjar myndir eins og Meet The Browns, Drillbit Taylor og hryllingsmyndina Shutter. Næstu helgi koma myndir eins og Run Fatboy Run og Superhero Movie út í Bandaríkjunum, spurning hvort að fíllinn nær að halda toppnum þriðju helgina í röð. Horton Hears a Who hefur grætt meira en 100 milljón dali kringum allan heim en er nú þegar orðin gróðamesta myndin innan Bandaríkjana á þessu ári.
10,000 B.C er hinsvegar byrjuð að detta niður nokkur sæti, er einhver sár útaf því?

