Framhald er væntanlegt á hinni hressilegu gamanmynd Horrible Bosses með þeim Jennifer Aniston, Jason Bateman, Jason Sudeikis og Charlie Day.
New Line Cinema staðfesti þetta við E! News fréttaveituna í gær.
Leikstjóri fyrri myndarinnar, Seth Gordon, mun snúa aftur og Jamie Foxx á í viðræðum um að leika aftur glæpamanninn sem er morð-ráðgjafi starfsmannanna sem hafa fengið sig fullsadda á yfirmönnum sínum.
Samkvæmt frétt E! News þá mun hinum hræðilegu yfirmönnum fjölga í framhaldsmyndinni. Stefnt er að tökum á myndinnni síðla næsta sumar, og vonir standa til að myndin nái amk. sömu vinsældum og fyrri myndin sem þénaði 210 milljónir Bandaríkjadala í miðasölunni á heimsvísu.
Til upprifjunar þá er hér söguþráður fyrri myndarinnar:
Félagarnir Nick Hendricks, Dale Arbus og Kurt Buckman vinna hver á sínum vinnustaðnum, en þeir eru allir jafn óhamingjusamir í vinnunni. Ástæðan er sú að yfirmenn þeirra allra eru hinir mestu vargar. Yfirmaður Nicks, Dave Harken, er geðsjúkur mikilmennskubrjálæðingur sem níðist á Nick vegna þrár hans um að komast ofar í virðingarstiganum. Yfirmaður Dale,læknirinn Julia Harris, beitir hann óspart kynferðislegri áreitni, og yfirmaður Kurts, Bobby Pellitt, er hreinlega fáviti sem vill láta reka alla sem eru feitir, fatlaðir eða óvenjulegir á einhvern hátt. Í örvæntingu sinni ákveða félagarnir að snúa vörn í sókn og tryggja hamingju sína með því að myrða yfirmennina þrjá, en það er ekki jafn auðvelt að drepa manneskju og margir halda.