Holmes og Moore eru fyrstu dætur

Leikkonurnar ungu, þær Katie Holmes og Mandy Moore voru báðar með kvikmyndir í burðarliðnum sem áttu að heita First Daughter. Þær fjalla um nákvæmlega það sama, sem eru ævintýri og afglöp dóttur forsetans. Hins vegar hefur kvikmynd Moore, sem framleidd er af Regency framleiðslufyrirtækinu, gefið upp titilinn og er nafnlaus eins og er. Tökur á mynd hennar munu hefjast 25. maí næstkomandi, en tökur á kvikmynd Holmes, sem gerð er af vegum Alcon framleiðslufyrirtækisins, munu hefjast einni viku síðar.