Glæpasagnahöfundurinn Elmore Leonard, höfundur bóka eins og Get Shorty, Out of Sight og Rum Punch, sem Quentin Tarantino gerði myndina Jackie Brown eftir, er nú á batavegi eftir að hafa fengið heilablóðfall.
Greg Sutter, sem lengi hefur unnið með Leonard, staðfesti þetta í gær.
Sutter segir að Leonard hafi fengið heilablóðfall í síðustu viku og „batinn sé meiri með hverjum deginum“ – og hann sé enn að vinna að nýjustu bók sinni, sem verður sú 46. í röðinni.
Leonard, sem er 87 ára gamall, jafnar sig nú á spítala í heimaborg sinni Detroit.
Leonard byrjaði feril sinn á að skrifa vestra, en fetaði sig svo yfir í að skrifa glæpasögur og handrit fyrir bíómyndir og sjónvarp.
Aðrar þekktar bækur eftir Leonard eru Hombre og Mr. Majestyk.