Hjartasteinn eftir Guðmund Arnar Guðmundsson er framlag Íslendinga til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs sem veitt verða við hátíðlega athöfn í Helsinki í Finnlandi 1. nóvember nk. Aðrar myndir sem tilnefndar eru eru Little Wing frá Finnlandi eftir Selma Vilhunen, Parents frá Danmörku, eftir Christian Tafdrup, Hunting Flies frá Noregi eftir Izer Aliu, og Sami Blood frá Svíþjóð eftir Amanda Kernell.
Allar myndirnar eru fyrstu kvikmyndir leikstjóra í fullri lengd.
Í tilkynningu segir að markmið verðlauna Norðurlandaráðs sé að auka áhuga á norrænu menningarsamfélagi og samstarfi um umhverfismál, svo og að veita verkefnum sem skarað hafa fram úr á sviði lista eða umhverfismála athygli. „Verðlaununum er einnig ætlað að vekja athygli á norrænu samstarfi og auka sýnileika þess. Kvikmyndaverðlaunin verða veitt mynd sem hefur mikið menningarlegt gildi, er framleidd á Norðurlöndum, er í fullri lengd og gerð til sýningar í kvikmyndahúsum.“
Louder Than Bombs vann verðlaunin árið 2016 í leikstjórn Joachim Trier, en tvisvar sinnum hafa verðlaunin verið veitt íslenskum kvikmyndum, Fúsi í leikstjórn Dags Kára (2015), Hross í Oss í leikstjórn Benedikts Erlingssonar (2014).
Hér fyrir neðan má sjá stiklur úr öllum myndunum fimm:
Little Wing (Tyttö nimeltä Varpu) – Official trailer with subtitles from Making Movies Oy on Vimeo.
Heartstone – Official Trailer from Join Motion Pictures on Vimeo.
Hunting Flies – Trailer from The End on Vimeo.
Sami Blood Official Trailer from Nordisk Film Production Sverige on Vimeo.