Í Equalizer 3, eftir leikstjórann Antoine Fuqua, sem komin er í bíó á Íslandi, er aðalhetjan Robert McCall í túlkun Denzel Washington, að reyna að koma sér fyrir á Ítalíu. Og á meðan hann slæst við sikileysku mafíuna til að vernda nýja vini sína, hittir hann aftur meðleikkonu sína úr kvikmyndinni Man on Fire frá árinu 2004, Dakota Fanning, sem nú er orðin fullorðin.
Í kynningarmyndbandi frá Sony Pictures Entertainment sem birt er á vef Movieweb segir Antoine Fuqua að það hafi verið gaman fyrir sig að horfa á þau saman á ný.
Robert McCall er hættur störfum sem leigumorðingi og býr á suður Ítalíu. Hann kemst að því að vinir hans eru undir hælnum á mafíunni. Eftir því sem líkin hrannast upp veit McCall hvað hann þarf að gera: vernda vini sína og kveða mafíuna í kútinn....
Fanning var aðeins 10 ára þegar Man on Fire var frumsýnd í apríl árið 2004 en síðan þá hefur ferill hennar leitt hana á ýmsa staði. Og nú, um tuttugu árum síðar, er hún komin að hlið Washington í því sem líklega er síðasta skiptið sem leikarinn fer með hlutverk hins réttsýna og ótrúlega færa McCall.
Alda mannrána hefur gengið yfir Mexíkó, og hefur valdið skelfingu á meðal auðugri íbúa landsins, sérstaklega foreldra. Á sex daga tímabili, þá voru tuttugu og fjögur mannrán, sem varð til þess að margir réðu sér lífverði fyrir börnin sín. Inn í þetta ástand kemur John ...
„Ég hefði gert hvað sem er til að fá að vera með í myndinni og vinna með Denzel aftur. Þetta er draumur að rætast,“ segir Fanning í sama myndbandi.
Hleður hana lofi
Washington hleður Fanning lofi og segir: „Dakota er með þetta; „ég stjórna og skal sýna þér gen“. Ekki láta fágað yfirborðið plata þig. Hún platar mig ekki.“
„Dakota er mjög kappsfull og augljóslega, þegar hún lék sem barn fyrsta hlutverk sitt með Denzel, var það mjög kraftmikið og tilfinningaríkt. En þú sérð að hún er vaxin úr grasi og ég held að það hafi verið meira heillandi fyrir Denzel en nokkurn annan. Af og til þegar ég öskraði „Klippa“ þá sá ég Washingon horfa yfir eins og hann væri að segja „Ég trúi ekki að hún sé orðin fullorðin kona núna!,“ segir Fuqua.
Öðruvísi spennuatriði
„Að taka upp spennuatriði var mjög persónuleg reynsla. Þau eru í öllum Equalizer myndunum, en í þessari, þá snúast þau meira um McCall. Þetta er eins og síðasta meistarastykkið hans, þú veist, og hann skefur ekki utan af því, því gaurarnir eiga það skilið. Það sem er ólíkt núna er að McCall er núna – yfirleitt er að hann að bjarga öðru fólki, en hér, þá er fólk að hjálpa honum á annan hátt, og mjög óvæntan,“ segir Fuqua í viðtali við MovieWeb.
Hann bætir við: „Richard Wenk skrifaði handritið. Við ræddum það mikið, m.a. í Equalizer 2. Í pásum töluðum við mikið um að finna Robert McCall eitthvað heimili. Við fórum yfir lífshlaup hans, sem snýst um að finna tilgang, og að sættast við fortíðina .Svo pældum við í hvar sest hann að þegar öllu þessu er lokið? Hann framkvæmir síðasta ofbeldisverkið, hjálpar fólki, og svo á hann heimili, aðsetur, og þannig fæddist hugmyndin að þessari mynd.“