Bíó Paradís í samstarfi við Svarta Sunnudaga hafa sýnt á sunnudögum í vetur klassískar költ-myndir fyrir áhorfendur og vakið vitund meðal fólks á kvikmyndum sem flokkast ekki undir nútíma kvikmyndagerð. Næstu helgi verða þrjár kvikmyndir eftir Alfred Hitchcock sýndar og eru þetta sannkölluð meistaraverk sem enginn kvikmyndaunnandi má láta fram hjá sér fara.
Í tilkynningu segir „Bíó Paradís og Svartir sunnudagar standa fyrir Hitchcock hátíð helgina 8-10 mars. Sýndar verða þrjár af helstu myndum meistarans; Rear Window föstudagskvöld, Vertigo laugardagskvöld og Psycho á sunnudagskvöld. Hver sýning hefst kl. 20.“
Það eru þeir Hugleikur Dagsson, Páll Óskar Hjálmtýsson, Sigurjón Kjartansson og Sjón sem standa fyrir hreyfingunni „Svartir Sunnudagar“.
Nálgast má miðasölu á heimasíðu Bíó Paradís.
Rear Window – 8 mars – 20:00
Vertigo – 9 mars – 20:00
Psycho – 10 mars – 20:00