Warner bros. kvikmyndaverið, sem er í eigu AOL Time Warner, hyggst kaupa réttinn á sögu kennarans Clair Wiles sem hitti manninn sinn, Kevin Wiles í gegnum ástarlínu AOL. Tveir nemendur hennar höfðu sett upp auglýsingu um hana að henni óaðvitandi og svaraði hann auglýsingunni. Þau hittust á endanum og eru nú gift. Þar sem þetta gerðist á vegum AOL Time Warner, er ekki skrítið að Warner bros. vilji kvikmynda þessa sönnu sögu. Engir leikarar eða handritshöfundar eru enn orðaðir við verkefnið.

