Heroes: To be continued

Eins og flestir áhorfendur Heroes ættu að vera með á hreinu þá er í bígerð ný sería af sjónvarpsþáttaröðinni. Tökur hefjast í næstu viku og nú stendur yfir leit að fleiri leikurum. Á meðal karakteranna sem bætast í hópinn verða sæt og góð kennslukona, hippalegur efnafræðikennari, verslunarstjóri, írskættaður smáglæpamaður og stelpa sem stundar nám í Kaliforníu og er ekki mikið fyrir íþróttir.