Hellraiser 9 – beint á DVD

Aðdáendur Naglahauss geta nú tekið gleði sína að nýju því ný Hellraiser mynd er væntanleg núna í september, Hellraiser: Revelations.
Myndin sem verður sú níunda í röðinni, fer líklega beint á DVD í Bandaríkjunum í Halloween vikunni.

Upphaflega Hellraiser myndin er númer 19. á lista kapalsjónvarpsstöðvarinnar Bravo yfir 100 hræðilegustu kvikmyndaatriðin.

Í frétt Empire tímaritsins er sagt að myndin hafi verið gerð fyrir lágmarks fjárhæð, og sé hluti af réttindavörslu kvikmyndaversins Dimension, og því sé alls ekki um „alvöru“ Hellraiser endurgerð, eða framhald, að ræða.

Rithöfundurinn Clive Barker sem skrifaði söguna sem upprunalega Hellraiser er byggð á, og skrifaði og leikstýrði kvikmyndinni, sagði á Twitter að hann hefði ekkert með þessa mynd að gera.

Stikk: