Heimsendaást Sigurjóns – Fyrsta stikla!

Fyrsta stiklan er komin út fyrir heimsendamyndina Z for Zachariah, en myndin verður frumsýnd 21. ágúst nk.

z

Eins og fram kemur í frétt Variety þá eru framleiðendur myndarinnar þau Sigurjón Sighvatsson, Þór Sigurjónsson, Skúli Malmquist, Tobey Maguire, Matthew Plouffe og Sophia Lin.

„Eftir að heimurinn hefur liðið undir lok, þá var einum stað á Jörðinni þyrmt,“ segir í upphafi stiklunnar.

Aðalhlutverk er í höndum Margot Robbie sem leikur eina íbúa frjósams dals sem skemmdist ekki í kjarnorkustyrjöld. Hún hittir tvo aðra eftirlifendur, vísindamann sem Chiwetel Ejiofor leikur, en hann þjáist af afleiðingum geislunar, og síðar persónu sem Chris Pine leikur, og úr verður ástarþríhyrningur.

Myndin var frumsýnd á Sundance kvikmyndahátíðinni í janúar sl.  Craig Zobel leikstýrir, og Nisar Modi skrifaði handritið upp úr skáldsögu Pete O´Brien frá 1974.