Heimildarmynd veldur usla

New Line Cinema hefur kært fyrirtækið Koch Entertainment fyrir brot á
höfundarréttarlögum vegna gerðar heimildarmyndarinnar Beyond the Golden
Compass: The Magic of Philip Pullman.
Myndin kom út á DVD-disk núna 19. nóvember, en myndin sjálf Golden Compass verður frumsýnd núna á Íslandi um jólin.

New
Line Cinema heldur því fram að Koch Entertainment sé að reyna að
hagnast á þeirri umfjöllun og auglýsingum sem eru eðlilegir fylgifiskar
frumsýningar jólamyndarinnar. Koch Entertainment hefur viðurkennt að
hafa miðað útgáfudag sinn við útgáfu myndarinnar. Þar að auki vill New
Line Cinema meina að umslagi DVD-diska með heimildarmyndinni svipi
óþægilega mikið til auglýsingaveggspjalda fyrir The Golden Compass. Myndin sem fylgir með fréttinni er umslagið á DVD-disk heimildarmyndarinnar og eins og þið sjáið, þá hafa New Line Cinema sterkan grunn fyrir máli sínu.

Koch Entertainment
hefur vísað ásökunum um brot á höfundarrétti á bug. Báðir aðilar komu
fyrir rétt í New York síðastliðinn mánudag, en enn hefur ekki verið
úrskurðað í málinu.

Fréttin er að hluta til fengin af vefsíðunni http://www.visir.is/