Heimildarmynd Herzog um notkun síma undir stýri

texting_2161419bFrom One Second to the Next er nafn nýrrar heimildarmyndar úr smiðju Werner Herzog. Fjarskiptafyrirtækið AT&T hafði samband við þennan goðsagnakennda leikstjóra og bað hann um að gera heimildarmynd til þess að vara ökumenn við því að nota síma á meðan akstri stendur.

Heimildarmyndin sýnir fjögur umferðarslys sem má rekja til símanotkunar undir stýri. Herzog tekur svo viðtöl við bæði aðstandendur og þá sem ollu slysinu. Meðal annars er tekið viðtal við mann sem keyrði á þrjár manneskjur sem öll létu lífið.

Heimildarmyndin er átakanleg, í senn er hún mikilvæg og ætti að vekja fólk til umhugsunar áður en það notast við síma undir stýri. From One Second to the Next verður sýnd í skólum og stofnunum um allan heim.