Leikkkonan Anne Hathaway hefur tekið að sér hlutverk í nýrri „öskubuskumynd“, en um er að ræða kvikmyndagerð vinsællar skáldsögu David Nicholls, One Day, sem fjallar um konu í verkamannastétt sem lendir á séns með heillandi ríkisbubba, sem leikinn verður af Jim Sturgess.
Anne er þekkt fyrir leik í myndum eins og „Ella Enchanted“ og „The Princess Diaries“.
Tökur á myndinni hefjast í sumar undir leikstjórn Lone Scherfig, sem fékk Óskarsverðlaunatilnefningu fyrir „An Education.“
„One Day“ var metsölubók í Englandi, og var gefin út í pappírskilju sl. þriðjudag.
Nicholls skrifar handritið að kvikmyndinni sjálfur, en stefnt er að frumsýningu næsta sumar.
Jim verður ríki gaurinn sem heillar fátæku stúlkuna upp úr skónum.