Hartnett á sér eina ósk

Hugsanlega mun kyntröllið og súkkulaðisnáðinn Josh Hartnett taka að sér aðalhlutverk myndarinnar Wish You Were Here fyrir Dreamworks kvikmyndaverið. Það er þó háð því að hann samþykki val á leikstjóranum. Myndin fjallar um hóp ungmenna sem reyna að stela aftur fjölskylduauðæfum háskólafélaga þeirra sem er frá Marokko, en á sama tíma og auðæfunum var stolið úr höllinni sem þau bjuggu í var einnig fjölskylda hans myrt. Ýmislegt fer síðan úrskeiðis og spennan magnast.