Þó að Harrison Ford sé ein þekktasta kvikmyndastjarna samtímans, þá voru stjórnvöld í Indónesíu ekki alls kostar sátt við að hafa hann í landinu nú nýverið.
Ford var staddur í landinu til að taka upp heimildamynd fyrir Showtime sjónvarpsstöðina um hnattræna hlýnun, Years of Living Dangerously, en ágengt viðtal hans við skógarmálaráðherra landsins er sagt hafa orðið til þess að embættismenn hótuðu að reka hann úr landi.
Samkvæmt fregnum þá ferðaðist hinn 71 árs gamli Ford um landið og talaði við stjórnmálamenn, þar á meðal forsetann Susilo Bambang Yudhoyono, og aðgerðasinna um hættur er steðja að skógum. Skógarmálaráðherrann Zulkifi Hasan fannst í sínu viðtali vera komið aftan að sér, og kvartaði yfir að hafa ekki fengið tækifæri til að setja fram sín sjónarmið.
Ráðgjafi forsetans, Andi Ariev, sagði að hann væri „hneykslaður að tökuliðið hafi komið inn, byrjað að taka upp viðtalið [við Hasan ] … og ráðist á hann með spurningum.“
Indónesísk stjórnvöld töluðu um að reka Harrison úr landi, eða eins og Arief sagði; „Harrison nýtur engra forréttinda þó hann sé góður leikari“.
Harrison yfirgaf landið stuttu síðar, sjálfviljugur.
Harrison hefur lengi látið sig umhverfismál varða.
Years of Living Dangerously verður sýnd á Showtime í apríl 2014.