Hardy hylur andlit sitt, en afhverju? Nolan útskýrir

Afhverju ætli breski leikarinn Tom Hardy sé hulinn bakvið grímu í mörgum af frægustu hlutverkum sínum í kvikmyndum?  Christopher Nolan, sem leikstýrði Hardy í nýjustu mynd hans, Seinni heimsstyrjaldar-stríðsmyndinni Dunkirk, sem nú er í bíó hér á landi, á skýringu á því.

Ástæðan er sú að sögn Nolan, að Hardy getur leikið betur með augunum eingöngu, en margir aðrir leikarar geta gert með öllum líkamanum.

Hér er sýnishorn:

Og annað hérna – mörgum ætti að vera í fersku minni raddbreytingin sem gríman úr The Dark Knight Rises fól í sér, þegar Hardy var þar í hlutverki þorparans Bane:

via GIPHY

Nolan sagði í samtali við the Press Association: „Mér fannst mjög spennandi það sem hann gerði í The Dark Knight Rises bara með augunum, augabrúnunum og enninu.“

Það er því ekki skrýtið að Nolan hafi hugsað til Hardy þegar kom að því að ráða í hlutverk flugmannsins á Spitfire orrustuvélinni bresku í Dunkirk. „Ég hugsaði sem svo sjáum hvað hann getur gert með ekkert enni, eiginlega engar augabrúnir, og mögulega einu auga.“

Reyndar sást í allt andlit hans í örskotsstund þegar hann var að setja á sig flugmannsgrímuna:

via GIPHY

Nolan segir að þetta sé til marks um leikhæfileika Hardy:

„Auðvitað þegar Tom er í essinu sína, þá gerir hann með einu auga miklu meira en aðrir geta gert með öllum líkamanum, og það er einstakur hæfileiki, hann er ótrúlegur.“

Esquire sagði fyrst frá málinu.