Hafmeyjurnar eru djöflarnir

„Landkrabbar eins og ég og þú höfum alltaf haft rangt fyrir okkur: Kraken eru ekki hræðileg sæskrímsli sem eyðileggja bátana okkar og borða sjómennina. Þau eru ljúf og hjálpsöm. Það eru hafmeyjarnar sem eru hinir raunverulegu djöflar,“ þannig byrjar grein um Ruby Gillman: Táningssæskrímslið (e. Ruby Gillman, Teenage Kraken) á vefsíðu AP news.

Myndin kom í bíó hér á Íslandi um helgina.

Ruby Gillman, Teenage Kraken (2023)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn5.7
Rotten tomatoes einkunn 66%

Hin sextán ára gamla Ruby Gillman kemst að því að hún tilheyrir goðsagnakenndri neðansjávar konungsfjölskyldu risasjóskrímsla. Örlög hennar breytast við þetta og verða meiri og stærri en hún gat nokkurn tímann gert sér í hugarlund....

Þar segir einnig að myndin, sem er framleidd af DreamWorks Animation, sé saga um systralag sem nær yfir kynslóðir og skilaboðin séu þau að vera góð hvort við annað og tala saman. ( Já, og svo er í lagi að láta hafmeyjurnar finna verulega fyrir því).

Myndin hverfist um aðalsögupersónuna Ruby Gillman, sem er ungt Kraken sæskrímsli sem býr meðal manna í bænum Oceanside. Hún er blá að lit, með fjóra pulsulaga fingur á hvorri hendi.

En hin 15 ára gamla Ruby, sem Landa Condor talar fyrir í enskri útgáfu myndarinnar, er ósátt við mömmu sína sem Toni Collette talar fyrir, þegar rætt er um lokaballið. Nú á að halda það á partýskipi og ef vatn skvettist á Ruby þá mun hún breytast í risastórt glitrandi Kraken sæskrímsli. Mamma segir að hún megi ekki fara á ballið þó Ruby þráspyrji hana, en svo virðist sem sæskrímslaforeldrar séu ekki ólíkir öðrum foreldrum.

Af aðalsættum

En lokaballið verður fljótlega ekki aðal áhyggjuefni Ruby eða eftir að hún kynnist raunverulegum ættmennum sínum og kemst að því að hún er af aðalsfjölskyldu og ein sú síðasta af sinni tegund.

Harðsnúin amma hennar sem Jane Fonda talar fyrir, hvetur hana til að kveðja mannheima og taka við krúnunni sem réttilega tilheyrir henni. „Þú getur aldrei synt burt frá örlögunum,“ segir hún.

Ruby, sem elskar rúllukragaboli, en hefur ekkert nef, er í mikilli togstreytu. Á hún að velja mennina og strákinn sem hún er skotin í, eilítið skrítna vini sína og samfélagsmiðla – eða á hún að fylgja örlögunum og takast á hendur verkefnið og völdin sem henni eru gefin.

„Að vera í sjónum er betra en ég hefði nokkurn tímann getað hugsað mér,“ segir hún þegar hún syndir fimlega í sjónum, risastór og glóandi.

Líkist tveimur myndum

AP news segir að myndin líkist að mörgu leiti teiknimyndinni Turning Red sem frumsýnd var á síðasta ári, sem er einnig uppvaxtarsaga stúlku sem kynnist forsögu sinni og huldum hæfileikum.

Turning Red (2022)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn7
Rotten tomatoes einkunn 95%
The Movie db einkunn8/10

Þrettán ára stúlka, Mei Lee, breytist í risastóran rauðan pandabjörn alltaf þegar hún verður of æst. Mamma hennar, Ming, ofverndar hana aðeins meira en Lee þolir og það hjálpar ekki til. ...

Tilnefnd til Óskarsverðlauna sem besta teiknimynd.

Þá má sjá líkindi með Luca, teiknimynd sem gerist á Ítalíu um tvö ung sæskrímsli sem skoða mannheima sem menn.

Luca (2021)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn7.4
Rotten tomatoes einkunn 91%
The Movie db einkunn8/10

Óvænt en sterk vinátta myndast á milli ungs drengds, Luca, og sjóskrímslis sem er dulbúið eins og maður, á ítölsku ríverunni....

Tilnefnd til BAFTA verðlauna.

AP News gefur Ruby Gillman tvær og hálfa stjörnu af fjórum mögulegum.

En sjón er sögu ríkari. Kíktu á stikluna hér að neðan og farðu svo og sjáðu myndina á hvíta tjaldinu!