Hæ-göl á tvo asna

Þessar „Stórmerkilegu staðreyndir, eða þannig…“ birtust fyrst í júníhefti Mynda mánaðarins. 

Móðir Siennu Miller, Josephine, var persónulegur aðstoðarmaður Davids Bowie þegar hann sló fyrst í gegn og varð síðar skólastjóri Lee Strasberg leiklistarskólan í London.

trouble-with-curve-clint-eastwood3Clint Eastwood á Tehama-golfvöllinn við bæinn Carmel og er stór hluthafi í hinum fræga Pebble Beach-golfvelli á Monterey-skaganum í Kaliforníu.

Michelle Monaghan greindist með húðkrabbamein árið 2011 og hætti samstundis að reykja. Hún breytti einnig um mataræði og í fyrra var henni sagt að öll merki um krabbameinið væru horfin.

Katherine Heigl er mikið fyrir dýr og átti í desember 2014 átta hunda, fjóra ketti, níu hesta, tvo asna, tvær geitur og átta hænur. Ættarnafn hennar er þýskt og er borið fram eins og hæ-göl.

Jude Law á allar skyrturnar sem karakterar sem hann hefur leikið hafa dáið í. Hann eignaðist sitt fimmta barn í mars.

Ben Barnes, sem leikur aðalhlutverkið í Seventh Son, var meðlimur strákabandsins Hyrise sem flutti lagið Leading Me On í forkeppni Eurovisionsöngvakeppninnar árið 2004.

Þau Jeff Bridges og eiginkona hans, Susan Geston, eiga 40 ára hjúskaparafmæli um þessar mundir en þau hittust og hófu búskap árið 1975 og giftu sig 1977. Þau eiga þrjú börn.

dornan 2Jamie Dornan, sem leikur Christian Grey í Fifty Shades of Grey, er fæddur í Belfast en býr nú í Notting Hill hverfinu í London. Hann og Eddie Redmayne leigðu saman íbúð þegar þeir voru báðir við leiklistarnám. Jamie heldur með Manchester United í enska.

Sean Penn hefur sagt að besti leikari sem hann hafi unnið með sé Malcolm McDowell, en þeir léku saman í myndinni Hugo Pool árið 1996.

Breski leikarinn Ray Winstone og eiginkona hans, Elaine, eiga 35 ára brúðkaupsafmæli um þessar mundir en þau gengu í hjónaband árið 1980.

Eddie Redmayne heitir fullu nafni Edward John David Redmayne. Fyrsta leikhlutverk hans var smáhlutverk í uppfærslu leikstjórans Sam Mendez á Oliver Twist á West End í London árið 1994 þegar Eddie var átta ára.

Samuel L. Jackson starfaði sem dyravörður áður en hann gerðist leikari.