Gunnar Hansen er látinn

Gunnar Hansen, sem er þekktastur fyrir að hafa leikið Leatherface í hryllingsmyndinni The Texas Chainsaw Massace, er látinn, 68 ára gamall. gunnar hansen

Gunnar fæddist í Reykjavík en flutti til Bandaríkjanna þegar hann var fimm ára.

Hann lék í yfir 30 myndum á ferli sínum, þar á meðal B-hrollvekjunum Mosquito, Campfire Tales og Chainsaw Sally, auk hinnar íslensku Reykjavík Whale Watching Massacre.

The Texas Chainsaw Massacre kom út árið 1974 og hefur síðan þá öðlast fastan sess á meðal hryllingsmyndaunnenda.

Samkvæmt Screencrush.com átti Gunnar að leika í tveimur hryllingsmyndum á næstunni, The Gathering og Death House.