Gamanleikkonurnar og Golden Globes kynnarnir Tina Fey og Amy Poehler hafa birt fyrsta sýnishornið úr væntanlegri mynd þeirra, Sisters, eða Systur.
Þær grínsystur leika þar systur sem ákveða að halda svakalegt lokapartý áður en þær flytja úr foreldrahúsum. Myndin er væntanleg í bíó um næstu jól.
Maya Rudolph, Kate McKinnon og Rachel Dratch leika einnig í myndinni og Saturday Night Live höfundurinn Paula Pell skrifar handrit. Leikstjóri er Pitch Perfect leikstjórinn Jason Moore.
Sýnishornið er 20 sekúndna langt og þar má sjá þær Fey og Poehler búa sig undir partýið sögulega:
Þær Fey og Pohler stýrðu Golden Globes athöfninni með glæsibrag um helgina, og sögðu marga góða brandara, og suma sem dönsuðu á mörkum velsæmisins, eins og gengur og gerist. Gert var grín að Bill Cosby, George Clooney, Leonardo DiCaprio og fleirum og fleirum: „Og núna, eins og leggöng ofurfyrirsætu myndu segja, bjóðum Leonardo DiCaprio velkominn,“ sögðu þær m.a.
Hér fyrir neðan má sjá opnunaratriði þeirra í heild sinni: