Ofurhetjumyndin Green Lantern, með six-pack sjarmatröllinu Ryan Reynolds í aðalhlutverki, sigldi hraðbyri í átt að því að þéna 20 milljónir Bandaríkjadali í gær föstudag þegar hún var frumsýnd í Bandaríkjunum, sem þýðir að með sama áframhaldi gætu heildartekjurmyndarinnar yfir helgina orðið 57 – 60 milljónir dala.
Þessi árangur myndarinnar hefur vakið athygli vestra, og þakka menn meðal annars góðri markaðsherferð þennan árangur. Auk Green Lantern þá er Jim Carrey mættur í bíó í glænýrri mynd sinni Mr. Popper´s Penguins, um mann sem erfir mörgæsir og breytir íbúð sinni í mörgæsaparadís. Miðað við aðsókn í gær föstudag, þá má búast við að myndin þéni á bilinu 17-19 milljónir dala yfir helgina sem er minna en framleiðandi myndarinnar, 20th Century Fox, áætlaði upphaflega, en betra en Fox áætlaði í nýrri áætlun sinni, sem var 10-15 milljónir dala.