Gravity slær í gegn í Feneyjum

bullockMynd Alfonso Cuaron, Gravity, er að slá í gegn á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum þar sem hún var frumsýnd í gær sem opnunarmynd hátíðarinnar. Gagnrýnendur halda vart vatni yfir myndinni.

Myndin fjallar um tvo geimfara sem eru strand úti í geimnum eftir að geimrusl skemmir geimfarið þeirra. George Clooney og Sandra Bullock leika geimfarana og eru einu leikararnir sem sjást í myndinni.

Myndin verður frumsýnd í Bandaríkjunum 4. október og verður einnig sýnd á kvikmyndahátíðinni í Toronto í Kanada, TIFF, nú í septemer.

Kvikmyndagagnrýnandi the Guardian, Xan Brooks, hrósaði myndinni í hástert og sagði að hún væri frábærlega „sjálfsörugg“ og byrjaði kvikmyndahátíðina með stæl.

Smelltu hér til að lesa útdrátt úr umsögnum gagnrýnenda.

Horfðu á atriði úr myndinni hér fyrir neðan: