Getur Smjörvinn leikið

Hinn sykursæti suðræni elskhugi Ricky Martin er að fara að leika í sinni fyrstu kvikmynd. Mun hún nefnast He Came Back, og verður með James Woods og Joanne Whalley í aðalhlutverkum. Leikur Martin sjúskaðan elskhuga í myndinni, en hún fjallar annars um það umrót sem skapast í lífi konu nokkurrar þegar kærastinn hennar snýr aftur eftir að hafa verið talinn af eftir bátsslys.