Getraun: The Hunger Games (DVD/BD)

Það eru alltaf góðar fréttir þegar einhverjir kvikmyndaunnendur fá frí DVD eintök af góðum myndum en jafnvel betri fréttir þegar Blu-Ray er einnig í boði, sem er tilfellið hér.

Núna gefst allavega Kvikmyndir.is notendum tækifærið til að vinna frítt eintak af The Hunger Games, sem er í miklu uppáhaldi margra hér á þessari síðu, og til að kanna betur hlutfallsskiptinguna þá mega þátttakendur ráða hvort þeir vilji sækjast eftir DVD eða Blu-Ray eintaki. Hingað til í sambærilegum getraunum hafa alltaf verið miklu, miklu færri (?) sem sækjast í háskerpuformatið (þess vegna gefum við oftar DVD diska, fyrir þá sem hafa lengi verið að forvitnast), en eflaust mun það allt breytast á næstunni.

The Hunger Games lenti í verslunum nú í þessari viku og að því tilefni ætlum við að gefa lítinn haug af diskum. Leikreglurnar eru núna þannig að lesendur senda tölvupóst á tommi@kvikmyndir.is og svara þremur einföldum („létt-að-gúggla“) spurningum. Takið það helst áberandi fram hvort sé sóst eftir DVD eða Blu-Ray disk. Dregið verður síðan úr nöfnum af handahófi á morgun (föstudaginn). Vinningshafar fá svo diskana senda heim strax eftir helgi.

Spurningarnar eru þessar:

1. Hver skrifaði Hunger Games-bókaseríuna?
2. Hver er leikstjóri myndarinnar?
3. Hver er leikstjóri næstu myndar?

BÓNUS spurning („optional“): Hefurðu einhverja tiltekna skoðun á nýja leikstjóranum í samanburði við þann gamla?

„May the odds ever be in your favor!“ og allt það.

PS. Þeir sem svara spurningunum á Facebook-kommentsvæðinu eru ekki gildir þátttakendur. Sparið ykkur fingrasetninguna á spjallsvæðinu að sinni og horfið frekar á þessa frábæru stiklu, sem ég mun lengi dást að fyrir að sýna ekki alltof mikið úr seinni hluta myndarinnar.

 

Stikk: