Ég þakka notendum sem og utanaðkomandi fyrir dúndurþátttöku, og gaman að sjá hversu mikill áhugi það er fyrir þessari mynd.
Allavega, þá er búið að loka fyrir aðgang að miðum og vegna fjölda sendenda var því miður alveg yfir helmingur sem gat ekki fengið miða.
Þeir sem að fengu miða hins vegar hafa fengið sendan póst frá mér, þannig að endilega kíkið á meilið ykkar.
Annars bendi ég fólki á það að við verðum eflaust með fleiri forsýningar í sumar, þannig að endilega fylgist með áfram.
Við verðum áfram að gefa bíómiða á almennar sýningar á næstunni og glaðninga sem fyrr, þannig að það verður nóg að gerast framundan.

