Gerði Batman búning – sló heimsmet

Teiknimyndasagnaunnendur hafa margir löngum haft gaman af að búa til búninga uppáhalds ofurhetjanna, og klæðast þeim þá gjarnan á ráðstefnum eins og Comic Con í San Diego. Líklega komast nú fáir með tærnar þar sem írski búningahönnuðurinn Julian Checkley hefur hælana, en hann er nú heimsmeistari í þessari tegund búningahönnunar, og hefur fengið met sitt skráð í Heimsmetabók Guinness.

bataman

Checkley bjó til Batman búning með 23 nothæfum tækjum og byggði búninginn á Batman búningnum í tölvuleiknum Batman: Arkham Origins.

Heimsmethafinn nýbakaði hefur unnið í kvikmyndageiranum í tæknibrellum og leikmyndum um árabil, eins og farið er yfir í myndbandinu hér fyrir neðan þar sem við fáum einnig sýnikennslu, og sjáum hvernig Batman búningurinn getur skotið eldkúlum, gasi og sprengjum meðal annars. Fyrir neðan myndbandið er svo listi yfir öll trixin sem búningurinn býður upp á:

1. Batman karatestjarna

2. Samanbrjótanlegur Batman – bjúgverpill

3. Örhljóðs hundavörn

4. Batman myndavél

5. Laser miðari

6. Hanska – vasaljós

7. Sprengjuvörpur

8. Þrýstilofts læknagræjur

9. Leifturljóss byssa

10. Innfrarautt ljós

11. Reyksprengjur

12. Batman peli

13. Eldvarpa

14. Myndbandsskjár í hanska

15. Batterí

16. Tæki til að fylgjast með ferðum óvinar fest á bíl

17. Öndunargríma í höfuðbúnaði

18. Byssa með róandi lyfi

19. Gasbyssa

20. Batman-merkja-varpi

21. Akkerisbyssa

22. Hljóðnemi hjá barkakýli

23. Talstöð