George Lucas, skapari Star Wars myndaflokksins, er enn að fikta í myndunum, og gera breytingar, hörðustu aðdáendum til mikillar mæðu.
Í gær var sagt frá því að Lucas hefði breytt hljóðrásinni í atriði í myndinni Return of the Jedi, þar sem Svarthöfði gerir sitt síðasta góðverk og hendir hinum illa keisara Palpatine niður göng, eftir að keisarinn var búinn að pína Loga geimgengil um stund.
Í upprunalega atriðinu þá segir Svarthöfði ekki neitt, en í nýrri Blu-ray útgáfu af myndinni þá hrópar hann: „No!“ ( það er hægt að horfa að nýju senuna í vídeóinu hér fyrir neðan.) I
Aðrar breytingar sem Lucas hefur gert er að hann hefur skipt brúðunni Yoda í The Phantom Menace út fyrir tölvugerðan Yoda, og hann lætur Ewokanna blikka augunum í Return of the Jedi, auk þess sem hann hefur bætt skrækjum við Obi-Wan Kenobi í A New Hope.
Eftir að Lucas staðfesti þessar breytingar, þá ruku aðdáendur Star Wars upp til handa og fóta og skrifuðu Twitter skilaboð til að láta í ljós óánægju sína, og þá einkum með nýja „nei-ið“ hjá Svarthöfða. Á meðal þeirra sem hafa tíst á Twitter er Damon Lindelof skapari Lost sjónvarpsþáttanna sem segir: „Ég velti fyrir mér ef í lokaþættinum af Lost yrði vinsælt ef ég léti Vincent [ hundinn ] öskra „NOOOOOOOOOO!“ í lokaatriðinu. Ef George Lucas heldur áfram að breyta myndunum þá gæti Star Wars vera búin að breytast í Spaceballs árið 2028.“