Margir muna eftir kvikmyndinni Blow, frá árinu 2001, með þeim Johnny Depp og Penelope Cruz í aðalhlutverkum. Myndin er byggð á sannsögulegum atburðum og leikur Depp eiturlyfjasmyglarann George Jung, en persónan er byggð á einum þekktasta eiturlyfjasmyglara áttunda og níunda áratugarins.
Í myndinni segir frá skrautlegu lífi Jung, sem smyglaði kókaíni til Bandaríkjanna frá Kólómbíu. Þegar á leið tók hann að fyllast efasemdum. Jung vildi vera eitthvað annað og meira en ótýndur glæpamaður í augum dóttur sinnar. Allt kom fyrir ekki og var Jung gripinn glóðvolgur árið 1994 og dæmdur í fangelsi til ársins 2015.
Dómurinn virðist hafa verið styttur örlítið því Jung var sleppt úr fangelsi í gær og birti vefsíðan TMZ myndband af honum í dag ásamt fylgdarmanni á flugstöð í Bandaríkjunum.
Myndbandið má sjá hér að neðan.