Gary Oldman hefur tekið að sér hlutverk vísindamannsins Nortons í Robocop endurgerðinni sem José Padilha (Tropa de Elité) er nú að undirbúa. Mun það vera sá sem skapar sjálfa titilpersónuna – persóna sem ekki var til staðar í upprunalegu myndinni. Joel Kinnaman mun sem áður segir fara með aðalhluterk lögreglumannsins Alex Murphy sem deyr en er lífgaður við sem véllögga.
Oldman er orðinn með eftirsóttari leikurum, og hefur undanfarin misseri verið orðaður við fullt af stuðningshlutverkum í stórum Hollywood myndum – sem minna á rullur hans í Harry Potter og Batman myndunum – en tekið fæst þeirra að sér (t.d. Akira og Arthur & Lancelot). Þannig að það að hann hafi ákveðið að eyða tíma sínum í þessa mynd ætti að benda til þess að eitthvað varið í hana. En auðvitað er nærvera eins góðs leikara aldrei trygging á gæðum kvikmyndar (eins og nýleg dæmi sanna).
Robocop endurgerðin hefur mallað í forvinnslu í dágóðan tíma, en eftir að úr leystist úr fjárhagskrögum kvikmyndaversins MGM virðist hinum brasílíski José Padilha vera að takast að koma myndinni af stað. Hvort að uppskeran verður erfiðisins verður þess virði á svo eftir að koma í ljós. Til gamans má geta þess að upprunalega véllöggan Peter Weller lét á dögunum í ljós skoðanir sýnar á endurgerðinni:
„I could give a shit… Good luck to them but they’ll never [equal] the original.“
Eru lesendur ósammála?