Náðu í appið
Gagnrýni eftir:The Straight Story
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

The Straight Story er algjört meistaraverk! Ein af betri myndum kvikmyndasögunnar ef ekki sú besta. Myndin fjallar um kærleik, fyrirgefningu og hjálpsemi, nokkuð sem er af skornum skammti í öðrum kvikmyndum því miður. Ég á bara í vandræðum með að skrifa um þessa mynd því hún er hreinlega ólýsanlega góð. Ég hvet alla sem hafa gaman af öldruðum köllum keyrandi á gömlum garðsláttuvélum með heimatilbúnum kerrum aftaní að skella sér á þessa "óhefðbundnu" Davíð Líns mynd. Algjört snilldarverk :)
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Gladiator
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Voff, voff, hér kemur ein alveg urrrandi góð. Þeir sem misstu af 13. Stríðshundinum ættu ekki að missa af þessari. Skylmingahundurinn er betri mynd í alla staði. Já, hver hefði trúað því að það væri hægt að gera jafn blóðuga og subbulega mynd um sveitta karlmenn með sverð, ég bara spyr! Þetta er eina myndin sem ég hef séð þar sem bara upphafsatriðið var 650 kr. virði. Ég hvet alla áhugamenn um ofbeldi og flottar brellur að sjá þetta meistarstykki.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The 13th Warrior
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Algjör snilld! Hver hefði trúað að 13. stríðshundurinn væri slíkur konfektmoli og raun ber vitni. Þessi konfektmoli er sá besti sem ég hef smakkað á þessari "öld". Liturinn, lyktinn, áferðinn og bragðið er nokkuð sem ekki er hægt að lýsa með orðum. Það þarf virkilega að smakka þennan mola sjálfur til að skilja hvað ég er að tala um. Vladimir Kulich sýnir stórleik, já hver hefði trúað því að þessi saklausi bóndasonur gæti breytt sér í óttalausan víkingastríðshund með öllu tilheyrandi. Ekki má heldur gleyma Dennis Storhøi sem bókstaflega fer á kostum sem nokkurskonar blanda af Gáfnastrumpi og Ástríki. Rúsínan í konfektmolanum er síðan hin hugdjarfa söguhetja Banderas sem Zorro nokkur leikur af mikilli innlifunn. Verði ykkur að góðu!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Myrkrahöfðinginn
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Krummi slær ekki slöku við í nýjasta meistarastykki sínu. Myrkrahöfðinginn er full af sóðalegum klámyrðum, blóti, brendu fólki, dauðum hundi, djöfullegum klámmyndum, spikáti og öðru góðgæti. Það er fátt sem þessum hugmyndaríka leikstjóra er heilagt. Kvikmyndataka, hljóð, búningar o.fl. eru til fyrirmyndar og tæknilega séð er myndin vel gerð, allavega miðað við íslenska staðla. Þeir sem höfðu gaman af Hvíta Víkinginum fá hér eitthvað við sitt hæfi og ættu að skemmta sér vel.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Star Wars: The Phantom Menace
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

StjörnuStríð I er dýrasta auglýsing (blurb) sem gerð hefur verið. Hún var víst svo dýr að eina leiðin til að fá dæmið til að ganga upp var að láta fólk borga sig inn á hana. StjörnuStríð I er best heppnaða auglýsingaherferð sem sögur fara af, Toy Story hvað. StjörnStríð I er líka lengsta auglýsing sem sögur fara af og partur af lengstu auglýsingaherferð sögunnar. StjörnuStríð I er ekki kvikmynd og ætti ekki að dæma hana sem slíka en ég ætla nú samt að gera það. Ég gef henni eina stjörnu fyrir glæsilegar brellur og stórleik íþróttaálfsins, annað var nú ekki boðlegt. StjörnuStreð I fengi fullt hús, já bara heila blokk stiga ef ég mundi flokka hana sem auglýsingu. Það eru ekki margar auglýsingar sem ég hef séð sem hafa skartað meiri dýpt, spennu og fegurð. Semsagt algjört must fyrir alla alvöru alvörugefna auglýsingasafnara sem vilja ekki auglýsa sig upp sem aula fyrir það eitt að eiga ekki StjörnStreð I í safninu sínu. Megi Krafturinn Vera Með Þér vinur!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei